„Ég vona að mönnum auðnist sú gæfa að víkja frá þessari stefnu,“ segir Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, um fyrirhugaðar breytingar á sundkennslu í Reykjavík og víðar um landið.
Hilmar segir að sér hafi brugðið við fréttirnar, en stöðuprófum er meðal annars ætlað að leysa hefðbundna sundkennslu af hólmi í eldri bekkjum grunnskóla.
Sundkennsla á Íslandi var tekin upp á fyrstu áratugum síðustu aldar í kjölfar tíðra sjóslysa við Íslandsstrendur með tilheyrandi mannskaða. „Það var vitað til þess að sjómenn drukknuðu í flæðarmálinu af því að þeir kunnu ekki að synda,“ segir Hilmar sem segir málið snerta alla þjóðina.
„Við erum með þjóð sem er 95% synd og það skiptir gríðarlega miklu máli.“ Ástæða breytinganna er sögð vera kvíði og vanlíðan ungmenna vegna sundkennslu og sturtuferða.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.