Sendiherra Íslands kveður Moskvu

Árni Þór Sig­urðsson, sendi­herra Íslands í Rússlandi.
Árni Þór Sig­urðsson, sendi­herra Íslands í Rússlandi. Ljósmynd/Árni Þór Sigurðsson

Árni Þór Sig­urðsson, sendi­herra Íslands í Rússlandi, hefur kvatt Moskvu en fyrr í mánuðinum var greint frá því að starfsemi sendiráðsins yrði lögð niður 1. ágúst. 

Það hafa sannarlega verið viðburðarrík ár hér í Rússlandi og ekki allt verið fyrirsjáanlegt nema síður sé. En fram undan eru ný verkefni sem ég hlakka til að takast á við,“ segir Árni Þór í Facebook-færslu og birtir mynd af sér með ferðatöskur fyrir utan sendiráðið. 

Ísland hef­ur rekið sendi­ráð í Moskvu frá ár­inu 1944 að und­an­skild­um ár­un­um 1951-1953 þegar viðskipti lágu niðri milli ríkj­anna. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert