Þurftu að kalla út viðbótar mannskap

Frá aðgerðum í Blesugróf í gærkvöldi.
Frá aðgerðum í Blesugróf í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þurfti að kalla út viðbótar mannskap í gærkvöldi. 

Í gærkvöldi var allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna mikils elds í húsi í Blesugróf. Því var kallaður út viðbótar mannskapur bæði til að manna sjúkrabíla og vera á vaktinni ef upp kæmi eldur annarstaðar í bænum.

Slökkviliðið greinir frá þessu í Facebook-færslu en síðasta sólarhring voru fjögur útköll á dælubíla, en auk eldsins í Blesugróf voru tvö útköll vegna umferðarslysa og eitt vegna báts sem var í vandræðum í Nauthólsvík. Heildarfjöldi sjúkraflutninga var 126. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka