„Hún á sér ekkert líf“

Afganskar konur í höfuðborginni Kabúl í mótmælagöngu í apríl síðastliðnum …
Afganskar konur í höfuðborginni Kabúl í mótmælagöngu í apríl síðastliðnum þar sem þær kröfðust aukinna réttinda. AFP

Erna Huld Ibra­hims­dótt­ir, sem er frá Af­gan­ist­an og hef­ur búið hér á landi í 13 ár, seg­ir marga Af­g­ana á Íslandi reyna hvað þeir geta til að fá hingað til lands skyld­menni sín. Þau eru mörg hver í mjög erfiðri stöðu í Af­gan­ist­an vegna ógn­ar­stjórn­ar talíbana, þar sem mann­rétt­indi kvenna eru fót­um troðin.

„Íslend­ing­ar sögðust ætla að taka á móti flótta­fólki frá Af­gan­ist­an á grund­velli fjöl­skyldusam­ein­ing­ar en það hef­ur ekk­ert breyst,“ seg­ir Erna Huld, sem rek­ur túlkaþjón­ustu, spurð út í málið.

Rík­is­stjórn Íslands samþykkti í byrj­un síðasta árs að taka á móti 35-70 manns frá Af­gan­ist­an, til viðbót­ar við þá 78 manns sem tekið var á móti frá land­inu árið áður, vegna ástands­ins í kjöl­far valda­töku talíbana. Sér­stak­lega var horft til kvenna í viðkvæmri stöðu. Um­sókn­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu við Af­g­ana bú­setta hér­lend­is voru sett­ar í for­gang. 

Erna Huld (til vinstri) og systir hennar Zahra. Sú síðarnefnda …
Erna Huld (til vinstri) og syst­ir henn­ar Za­hra. Sú síðar­nefnda hef­ur dvalið á Íslandi í sjö ár. mbl.is/Á​sdís

Tvær ógift­ar frænk­ur í vanda

Sem dæmi bend­ir Erna Huld á að mjög erfitt sé að fá systkini til Íslands sem eru eldri en 18 ára og for­eldra sem eru yngri en 67 ára. Syst­ir henn­ar er loks­ins núna kom­in með eins árs dval­ar­leyfi á Íslandi, en Erna Huld á aðra syst­ur, Za­hra, sem hef­ur búið hér­lend­is í sjö ár. Auk þess kveðst Erna Huld hafa áhyggj­ur af tveim­ur frænk­um sín­um í Af­gan­ist­an sem eru ekki gift­ar. Eins og regl­urn­ar eru núna geta þær aft­ur á móti ekki farið til Íslands.

„Frænk­ur mín­ar eru bara lítið dæmi um þess­ar millj­ón­ir kvenna sem búa í Af­gan­ist­an sem berj­ast dag­lega við að lifa af,“ seg­ir Erna Hrund.

Karl­maður þarf að vera með í för

„Kon­um sem eru ekki gift­ar og eiga ekki mann, eða pabba sem er ekki á lífi, er ekki leyft að koma hingað,“ bæt­ir hún við og seg­ir sér­stak­lega erfitt fyr­ir slík­ar kon­ur að búa í Af­gan­ist­an. „Hvaða hlut­verki hafa þær að gegna í líf­inu? Þær mega ekki stunda nám, þær mega ekki vinna og mega ekki fara út án þess að karl­maður sé með í för,“ seg­ir Erna Huld um frænk­ur sín­ar og seg­ir þær hrædd­ar við að fara út.

Önnur þeirra er heyrn­ar­laus og hef­ur eng­an sem hún get­ur treyst til að fara með sér út úr húsi. „Hún er alltaf inni í hús­inu. Hún get­ur ekk­ert farið og eng­inn get­ur talað fyr­ir henn­ar hönd. Hún á sér ekk­ert líf.“

Erfitt að fá vega­bréfs­árit­an­ir

Erna Huld seg­ir ís­lensk stjórn­völd lítið hafa beitt sér í þess­um mál­um þrátt fyr­ir lof­orð þess efn­is. Hún seg­ir regl­urn­ar varðandi Af­g­ana sem hingað koma vera óskýr­ar og nefn­ir jafn­framt að erfitt hef­ur reynst fyr­ir Af­g­ana að fá vega­bréfs­árit­an­ir í ná­granna­lönd­un­um. Sér­stak­lega seg­ir hún erfitt fyr­ir kon­ur sem eiga ekki mann að kom­ast úr land­inu því þær þurfa und­ir­skrift frá karl­manni. „Svona kon­ur eru eins og hluti af skreyt­ing­um í hús­um, þær eru ekki lif­andi ver­ur í hug­um talíbana,“ grein­ir hún frá.

„Ég veit að all­ar af­gansk­ar kon­ur geta ekki farið frá Af­gan­ist­an, en áhyggj­ur mín­ar snú­ast um þá þögn sem rík­ir um mál­efni kvenna í land­inu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert