Öflugt tónlistarlíf mikilvægur þáttur í borg

Óli Dóri, rekstrarstjóri Kex Hostel, er ekki svartsýnn á framtíð …
Óli Dóri, rekstrarstjóri Kex Hostel, er ekki svartsýnn á framtíð tónlistarmenningar í borginni.

Viðburðastjóri Kex Hostel, Ólafur Halldór Ólafsson, eða Óli Dóri eins og hann er betur þekktur, tekur undir að tónleikahúsum fari fækkandi í Reykjavík og segir það mikla synd að skemmtistaðurinn og tónleikahúsið Húrra loki dyrum sínum. Hann telur það þó ekki merki um minni ásókn í tónleika.

Eigandi Húrra, Þorsteinn Stephensen, tilkynnti nýverið að hann hygðist loka dyrum staðarins þar sem hann stæði ekki undir himinhárri leigu og sagði stefna í að Reykjavík yrði ömurlega leiðinleg borg ef fleiri staðir loki og ferðamennastaðir taki yfir.

Óli Dóri kveðst ekki geta tekið undir að Reykjavík sé að verða leiðinleg borg en að vissulega megi standa betur að því að tónleika- og menningarhús borgarinnar þurfi ekki að víkja fyrir ferðamannastöðum.

Tónlistin finnur sér ávalt leið

Hann kveðst þó ekki svartsýnn á framtíð tónlistarmenningar í borginni. Þetta sé ekki í fyrsta sinn sem goðsagnarkenndur staður loki en Óli Dóri segir tónlistina og menninguna ávalt finna leið til að ryðja sér rúms í samfélaginu.

 „Mér finnst mjög mikilvægur þáttur í borg að það sé öflugt tónlistarlíf,“ segir Óli Dóri. Hann segir hið opinbera hafi áður veitt styrki til tónleika- og menningarhúsa og hafi til að mynda veitt Kex Hostel styrk í Covid-19 faraldrinum og fyrir nýju hljóðkerfi „en auðvitað má alltaf gera meira.“

Árlegu útitónleikarnir Kex Port fara fram 8. júlí og standa …
Árlegu útitónleikarnir Kex Port fara fram 8. júlí og standa yfir í 10 klukkustundir. Arnþór Birkisson

10 klukkustunda útitónleikar

„Þetta hefur gengið vel hjá okkur, við höfum verið að einblína svolítið á ný bönd og svoleiðis.“ segir Óli Dóri, en hann segir þeirra húsakynni einstök á þann hátt að þau henti vel fyrir bæði smærri og stærri tónleikahöld. 

Til að mynda verði staðurinn með 10 klukkustunda tónleika á milli 14 og 22 þann 8. júlí næstkomandi, en tónleikarnir eru hluti af árlegum viðburði staðarins sem nefnist Kex Port

„Tónleikahald hefur verið vel sótt hjá okkur, en við höfum líka verið mjög dugleg að halda tónleika.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert