Óska eftir ábendingum um fögur hús eða fallegar lóðir

Vesturgata 51, eða Stefánshús, var eitt þeirra húsa sem vann …
Vesturgata 51, eða Stefánshús, var eitt þeirra húsa sem vann fegrunarverðlaun Reykjavíkurborgar í fyrra. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg óskar eftir ábendingum frá borgarbúum um hús eða lóðir sem verðskulda fegrunarviðurkenningu í ár.

Ár hvert, í tengslum við afmæli Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst, eru veittar viðurkenningar fyrir vandaðar endurbætur á eldri húsum og fyrir lóðir stofnana-, þjónustu og fjölbýlishúsa sem þykja til fyrirmyndar. Eru einnig veittar viðurkenningar fyrir „sumargötur“, eða svæði fyrir framan verslanir og þjónustu seútfærð eru á skemmtilegan hátt yfir sumartímann. 

Verður valið í höndum starfshóps skipað fulltrúum frá umhverfis- og skipulagssviði og Borgarsögusafni. 

Skipuð í maí 1968

Hugmyndir skulu berast með tölvupósti merktum Fegrunarviðurkenningar 2023 í síðasta lagi þann 20. júlí á tölvupóstnetfangið skipulag@reykjavik.is.  

Fegrunarnefnd Reykjavíkurborgar var skipuð í maí árið 1968. Á afmæli Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst sama ár valdi nefndin í fyrsta sinn fegurstu götu Reykjavíkurborgar og varð Safamýri fyrir valinu.

Síðan þá hafa árlega verið verið veittar fegrunarviðurkenningar fyrir falleg hús og lóðir. Lesa má betur um fegrunarviðurkenningar seinustu ára á vefsíðu Reykjavíkurborgar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka