Þyrla sækir slasaðan á Suðurlandi

Einstaklingurinn var sóttur af þyrlu sem átti leið frá Egilsstöðum.
Einstaklingurinn var sóttur af þyrlu sem átti leið frá Egilsstöðum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar sótti ein­stak­ling á Suður­landi rétt í þessu sem slasast hafði utan al­fara­leiðar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Sel­fossi slasaðist viðkom­andi á stað sem erfitt var að kom­ast að á bíl. Svo vel vildi hins veg­ar til að þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var á heim­leið frá Eg­ils­stöðum og gat því sótt ein­stak­ling­inn á leiðinni. Var hann flutt­ur á spít­ala rétt í þessu.

Eng­ar upp­lýs­ing­ar um or­sak­ir slyss­ins lágu fyr­ir í kvöld, en ljóst var að um bein­brot var að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert