Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti einstakling á Suðurlandi rétt í þessu sem slasast hafði utan alfaraleiðar.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi slasaðist viðkomandi á stað sem erfitt var að komast að á bíl. Svo vel vildi hins vegar til að þyrla Landhelgisgæslunnar var á heimleið frá Egilsstöðum og gat því sótt einstaklinginn á leiðinni. Var hann fluttur á spítala rétt í þessu.
Engar upplýsingar um orsakir slyssins lágu fyrir í kvöld, en ljóst var að um beinbrot var að ræða.