Andstaða við vindmyllur nálægt bænum

Áform eru um að reisa nýjar vindmyllur í Þykkvabæ sem …
Áform eru um að reisa nýjar vindmyllur í Þykkvabæ sem vrði lægri og spaðarnir minni en myllur sem þar stóðu áður en hafa verið fjarlægðar. Tölvumynd/Efla

Meirihluti íbúa í Þykkvabæ er andvígur því að vindmyllur rísi á ný í innan við 5 kílómetra fjarlægð frá bænum. Jafnmargir voru hins vegar hlynntir og andvígir því að slíkar rafstöðvar rísi í meiri fjárlægð. 

Gerð var viðhorfskönnun íbúa 18 ára og eldri í gamla Djúpárhreppi vegna endurreisingar á tveim vindrafstöðvum í Þykkvabæ. Könnunin var lögð fyrir í síma. Alls voru 162 íbúar á þessu skilgreinda svæði og fengust símanúmer hjá 114 af þeim. Könnunin fór fram frá 23. til 31. maí og 6. til 7. maí 2023 og voru svarendur 86 talsins, svarhlutfallið var því 75%. Niðurstöður eftir búsetu frá staðsetningu vindrafstöðva voru eftirfarandi:

Innan við 5 km: Hlynnt 32,1%, í meðallagi 7,1% og andvíg 60,7%.
5 km eða meira: Hlynnt 40,7%, í meðallagi 18,5% og andvíg 40,7%.

Viðhorfskönnunin

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert