Gjaldtaka hafin við Fjaðrárgljúfur

Fjarðárgljúfur.
Fjarðárgljúfur. Ljósmynd/Gísli Sigurðsson

Gjaldtaka er hafin við bílastæði við Fjaðrárgljúfur. Eigendur að jörðinni segja að til standi að byggja upp aðstöðu á svæðinu. Þannig sé meðal annars stefnt að því að gera göngustíga auk þess að laga salernisaðstöðu. Þá er stefnt að því að hefja veitingarekstur í þjónustumiðstöð.  

Í tilkynningu frá HB Heiði ehf., sem er félag um reksturinn við Fjaðrárgljúfur, segir að unnið sé friðlýsingarskilmálum, stjórnunar og verndaráætlun í samráði við Umhverfisstofnun. 

Áætlað að opna bílastæði næsta vor 

„Vinna við breytingar á deiliskipulagi stendur yfir í samráði við sveitastjórn og fyrirhugað er að klára uppbyggingu á nýjum bílastæðum á árinu ásamt því að hefja undirbúning að framkvæmdum við þjónustumiðstöð sem áætlað er að opna næsta vor en þar verður boðið upp á veitingar auk þess sem hægt verður að nálgast upplýsingar um svæðið.

Samhliða þessari vinnu hefur verið hafin gjaldtaka á bílastæðum á svæðinu og hefur verið samið við fyrirtækið Parka Lausnir sem mun sjá um rekstur greiðslulausnar þar sem boðið verður uppá greiðslu í snjallforriti Parka, á vefsíðu eða í greiðsluvél á staðnum. Gjaldskrá er sambærileg og á öðrum sambærilegum ferðamannastöðum sem Parka sér um rekstur á,“ segir í tilkynningu sem send er út í nafni Brynjólfs J. Baldurssonar fyrir hönd HB Heiði ehf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert