Gylfi hyggst ekki höfða skaðabótamál

Gylfi Þór Sigurðsson ætlar að horfa fram á veginn.
Gylfi Þór Sigurðsson ætlar að horfa fram á veginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gylfi Sig­urðsson, fyrr­ver­andi leikmaður Evert­on og ís­lenska landsliðsins, hef­ur ákveðið að höfða ekki skaðabóta­mál á hend­ur bresk­um yf­ir­völd­um í tengsl­um við rann­sókn sem hann sætti í 637 daga hjá lög­regl­unni í Manchester vegna gruns um kyn­ferðis­brot. 

„Eft­ir vand­lega at­hug­un hef­ur Gylfi ákveðið að horfa fram á við. Að óbreyttu hyggst hann því láta hjá líða að krefjast skaðabóta,“ seg­ir Ró­bert Spanó, lögmaður Gylfa, í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn mbl.is. 

Róbert Spanó er lögmaður Gylfa Sigurðssonar.
Ró­bert Spanó er lögmaður Gylfa Sig­urðsson­ar.

Gylfi var hand­tek­inn í júlí árið 2021 og var laus gegn trygg­ingu, allt þar til málið var látið niður falla í apríl síðastliðinn. Alls liðu 637 dag­ar frá því hann var hand­tek­inn og þar til málið var loks látið niður falla. Gylfa var sleppt gegn trygg­ingu a.m.k. sjö sinn­um á meðan mál­inu var frestað. Sætti hann far­banni á meðan rann­sókn stóð.

Beðið tals­verðan miska 

Ljóst er að Gylfi varð af tals­verðum fjár­mun­um þar sem hann var samn­ings­bund­inn Evert­on þegar rann­sókn hófst. Þá hef­ur knatt­spyrnu­fer­ill hans beðið hnekki. Ró­bert Spanó sagði við mbl.is í apríl að Gylfi íhugaði mál­sókn. 

„Að mínu mati er ljóst að meðferð máls­ins í Bretlandi tók allt of lang­an tíma í ljósi aðstæðna. Það hef­ur valdið Gylfa og fjöl­skyldu hans um­tals­verðu tjóni auk gríðarlegs miska.

Á næstu dög­um mun hann fá lög­fræðilega ráðgjöf um hvort til­efni sé til þess að hann leiti rétt­ar síns fyr­ir bresk­um dóm­stól­um,“ sagði Ró­bert við mbl.is í apríl. 

Gylfi Sigurðsson lék með hinu fornfræga félagi Everton þegar rannsókn …
Gylfi Sig­urðsson lék með hinu forn­fræga fé­lagi Evert­on þegar rann­sókn hófst. AFP

Eins og fram hef­ur komið hyggst enska úr­vals­deild­arliðið Evert­on sækja bæt­ur vegna máls­ins og krefst 10 millj­óna punda eða sem nem­ur um 1,7 millj­örðum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert