Rostungur í beinni

Hægt er að fylgjast með rostungnum í beinni.
Hægt er að fylgjast með rostungnum í beinni. Mynd/Helgi Vagnsson

Hægt er að fylgjast með rostunginum sem liggur í makindum sínum á bryggjunni á Sauðárkróki um þessar mundir, í beinu streymi. 

Rostungurinn virðist hinn rólegasti og hefur lítið fært sig síðan í morgun. 

Anna Baldvina Vagnsdóttir, íbúi á Sauðárkróki, segir mikið að fólki flykkjast að bryggjunni til að fylgjast með úr fjarlægð, en brýnir fyrir fólki að hafa aðgát í kring um dýrið. 

Getur verið snöggur ef honum er ógnað

Anna fór sjálf fyrr í dag og sagði þá lítið hafa breyst. „Þá var hann alveg slakur, en ekkert smá mikið af fólki þarna.“

Kveðst Anna hafa heyrt af því að lögregla hafi íhugað að loka nærliggjandi bryggju, sem að fólk getur staðið á og fylgst með dýrinu. 

„Þegar þú ferð út á þessa bryggju þá kemstu frekar nálægt honum. Ef hann stekkur út í þá getur hann verið mjög fljótur að fara upp á hina bryggjuna, ef hann upplifir að sér sé ógnað.

Rostungurinn hefur legið í makindum sínum síðan í morgun.
Rostungurinn hefur legið í makindum sínum síðan í morgun. Mynd/Helgi Vagnsson



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert