Rostungurinn farinn á brott

Rostungurinn hafði legið á bryggjunni síðan í gærkvöldi, en stakk …
Rostungurinn hafði legið á bryggjunni síðan í gærkvöldi, en stakk sér aftur til sjós um tíuleytið í kvöld. Ljósmynd/Höskuldur B. Erlingsson

Rostungurinn sem hefur legið á bryggjunni á Sauðarkróki hefur yfirgefið svæðið. 

Að sögn Önnu Baldvinu Vagnsdóttur, íbúa á Sauðárkróki, gerði rostungurinn sér lítið fyrir og stakk sér aftur til sjós um tíuleytið í kvöld, en hann hefur legið á bryggjunni síðan í gærkvöldi og margur maður gert sér ferð niður á höfn til að berja dýrið augum. 

Hún kveðst ekki sjálf hafa séð rostunginn stinga stinga sér í sjóinn en hafi fljótlega borist fréttirnar í gegn um aðra bæjarbúa. Segir hún fólk hafa gengið út á bryggjuna til að sjá hvort dýrið væri enn á kreiki þar í kring, en svo virðist sem hann hafi syntur á brott. 

Hún segir mikinn söknuð verða af rostungnum, sem hafi farið fyrr en margir bjuggust við, en að sögn Önnu stóðu sumir í þeirri trú að hann yrði jafnvel í nokkra daga á bryggjunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert