Áhyggjur fólks af hækkun bílastæðagjalda í miðborg Reykjavíkur eru misjafnar. Sumir hafa áhyggjur af því að fólk tími ekki að heimsækja sig á meðan aðrir vorkenna stöðumælavörðum fyrir að þurfa að vinna þessa daga.
Þá þykir Snorra Mássyni rukkun bílastæðagjalda á sunnudögum „ókristileg í alla staði“.
Reykjavíkurborg boðaði í vikunni áform um að hækka bílastæðagjöld á gjaldsvæði 1 um 40% í miðborg Reykjavíkur. Það eru þó ekki einu breytingarnar sem verða gerðar því tími gjaldtöku verður einnig lengdur frá 18-21 á virkum dögum og laugardögum. Eins verður tekin upp gjaldskylda á sunnudögum á gjaldsvæðum 1 og 2.
Blaðamaður mbl.is fór í miðbæinn á dögunum og spurði þá sem á vegi urðu, hvað þeim fyndist um breytingarnar.
Myndskeiðið má sjá í spilaranum að ofan.