Síðasta sýningin er nú að baki í Háskólabíói.
Þær Vala Jónsdóttir, Katla Ásgeirsdóttir, Signý Jóhannesdóttir og María Björk Birkisdóttir eru fyrrverandi starfsmenn bíósins og voru þær á meðal áhorfenda á síðustu sýningu gærkvöldsins.
Greint var frá því í upphafi júnímánaðar að Sena hefði ákveðið að hætta rekstri bíósins vegna aukinnar kröfu neytenda um aðstöðu og minnkandi aðsókn.