Hópsýking og minnst einn á spítala

Minnst einn aldraður einstaklingur var lagður inn á sjúkrahúsið á …
Minnst einn aldraður einstaklingur var lagður inn á sjúkrahúsið á Akureyri mbl.is/Þorgeir Baldursson

Að minnsta kosti einn var lagður inn á sjúkra­hús eft­ir að nóróveiru­sýk­ing­ar varð vart á hót­eli á Aust­ur­landi á fimmtu­dag. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Heil­brigðis­eft­ir­liti Aust­ur­lands eru minnst tólf sýkt­ir.  

Verst kom sýk­ing­in niður á tveim­ur hóp­um. Ann­ars veg­ar eldri borg­ur­um úr Skagaf­irði og frá Ak­ur­eyri sem dvöldu á hót­el­inu og hins veg­ar hópi ferðamanna sem átti leið hjá áður en haldið var á Norður­land. 

Pét­ur Heim­is­son, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga á HSA og um­dæm­is­lækn­ir sótt­varna á Aust­ur­landi, seg­ir að hót­elið hafi gripið til viðeig­andi ráðstaf­ana og sótt­hreinsað staðinn. 

„Það vildi svo heppi­lega til að fáir höfðu bókað á hót­el­inu um helg­ina en marg­ir eiga bókað eft­ir helg­ina,“ seg­ir Pét­ur. 

Pétur Heimisson
Pét­ur Heim­is­son

Starfs­fólk hót­els­ins smitaðist

Hót­el­stjór­inn seg­ir í sam­tali við mbl.is að hann viti ekki til þess að fleiri smit hafi komið upp síðastliðinn sól­ar­hring.

Sýk­ing­ar varð fyrst vart á miðviku­dag. Hann seg­ir að veit­ingastað hót­els­ins hafi verið lokað tíma­bundið. Starfs­menn hót­els­ins hafi verið meðal þeirra sem veikt­ust.

Örn Ragn­ars­son, sótt­varn­ar­lækn­ir úr Skagaf­irði, seg­ir að ekki hafi komið upp fleiri smit síðasta sól­ar­hring­inn í Skagaf­irði. „Það voru ein­hverj­ar inn­lagn­ir á Ak­ur­eyri,“ seg­ir Örn sem þó var ekki með frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið. 

Slæm veik­indi

Að minnsta kosti einn ein­stak­ling­ur úr hópi eldri borg­ara var lagður inn á spít­ala á Ak­ur­eyri eft­ir að hann kom að aust­an. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is var um slæm veik­indi að ræða. Ekki feng­ust upp­lýs­ing­ar frá sjúkra­hús­inu um líðan sjúk­lings­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert