Lundaveiði leyfð í Vestmannaeyjum

Lundaveiði verður leyfð í Vestmannaeyjum.
Lundaveiði verður leyfð í Vestmannaeyjum. mbl.is/Ásdís

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði í Vestmannaeyjum dagana 1.-15. ágúst í sumar.

Er það sama tímabil og á síðasta ári en árið 2021 var tímabilið lengt um tvo daga. Samkvæmt lögum er veiðitímabil lunda að öllu jöfnu frá 1. júlí til 15. ágúst ár hvert.

Jóna S. Guðmundsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir ákvörðunina hafa verið tekna til þess að viðhalda þeirri menningu sem fylgir veiðinni og úteyjarlífi almennt.

Hún segir lundaveiðimenn hafa sýnt ábyrgð í veiðum síðastliðin ár og muni væntanlega halda því áfram.

Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, lagði fram umsögn þar sem mælt er gegn því að heimila lundaveiðar og bent á að stofninn sé í mikilli niðursveiflu.

Jóna segir að veiðarnar hafi verið hóflegar síðustu ár en ítrekar þó mikilvægi þess að veiðifélögin standi áfram vörð um sitt nytjasvæði og hvetji sína félagsmenn til hófsemi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert