Rafleiðni eykst en dregur úr skjálftavirkni

Náttúruvársérfræðingur segir erfitt að spá fyrir um þróunina á svæðinu …
Náttúruvársérfræðingur segir erfitt að spá fyrir um þróunina á svæðinu næstu daga. mbl.is/Jónas Erlendsson

Rafleiðni hefur aukist í Múlakvísl í dag vegna jarðhitaleka og gas mælist á svæðinu. Skjálftavirkni við Mýrdalsjökul hefur hins vegar minnkað töluvert frá því í gær.

„Við höfum bara fengið nokkra litla skjálfta í dag,“ segir Minney Sigurðardóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Hún segir engar vísbendingar vera um hlaup að svo stöddu. Vatnsmagn í Múlakvísl hafi verið stabílt.

Þá sé erfitt segja til um þróunina á svæðinu næstu daga.

„En við fylgjumst mjög náið með þessu,“ segir Minney.

Við Múlakvísl í gærkvöldi.
Við Múlakvísl í gærkvöldi. mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert