Skrifstofuhúsin fá nýtt hlutverk

Eik fasteignafélag hyggst endurnýja atvinnuhúsnæði sem félagið leigði til Landsbankans í miðborg Reykjavíkur. Áformað er að þar verði meðal annars hágæða skrifstofurými í ýmsum stærðum sem gætu hentað minni sem stærri fyrirtækjum, veislusalir með útsýni yfir miðbæinn, íbúðahótel til langtímaleigu, vinnustofur listamanna og líkamsræktarstöð svo eitthvað sé nefnt.

Brú yfir Hafnarstræti verður kaffihús.
Brú yfir Hafnarstræti verður kaffihús. Ljósmyndir/Eik/Vignir Már Garðarsson

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, segir um að ræða 7.000 fermetra af skrifstofuhúsnæði og öðrum rýmum við Hafnarstræti og Austurstræti (sjá graf). Gert sé ráð fyrir að þessum áfanga ljúki 2025. Verkefnið sé í vinnslu og liggi endanleg kostnaðaráætlun ekki fyrir.

Rými í eigu Eikar á jarðhæð eru í útleigu og stendur ekki til að breyta þeim í þessum áfanga. Þá skal tekið fram að Eik á ekki útibú Landsbankans í Austurstræti en viðbygging þess snýr einnig að Hafnarstræti.

Radisson Blue Hótel 1919 er rekstraraðili hjá Eik en það er á horni Pósthússtrætis, Tryggvagötu og Hafnarstrætis.

a Hér verður veislu- og ráðstefnusalur.
a Hér verður veislu- og ráðstefnusalur. Ljósmyndir/Eik/Vignir Már Garðarsson

Garðar Hannes segir Eik hafa kannað möguleika þess að fjölga herbergjum á hótelinu úr 80 í 120 með því að breyta efstu hæðum Hafnarstrætis 7-9. Sú hugmynd hafi hins vegar ekki fengið hljómgrunn hjá borginni. Því hafi félagið kannað aðrar leiðir og er niðurstaðan sú að breyta þessum rýmum í íbúðir til langtímaleigu sem verða tengdar hótelinu, alls um 15 íbúðir.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út fimmtudaginn 29. júní. 

Hér gætu komið vinnustofur listamanna.
Hér gætu komið vinnustofur listamanna. Ljósmyndir/Eik/Vignir Már Garðarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka