Um 300 ungmenni í „vandræðalegu“ partíi

Guðmundarlundur.
Guðmundarlundur. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglu barst tilkynning um 200 til 300 manna ungmennapartí í Guðmundarlundi í Kópavogi í gærkvöldi. Þegar lögreglu bar að garði var rólegt yfir öllu og tónlist ómaði undir sykurpúðagrilli.

Engin sjáanleg ölvun var á ungmennum, en einhverjir voru þó að fá sér sopa inni í skóginum, að því er segir í dagbók lögreglu. Ungmennin höfðu sjálf orð á því að þetta væri „heldur vandræðalegt partí“.

Tilkynnt var um líkamsárás í Hamraborg í Kópavogi og var þolandi fluttur á slysadeild til aðhlynningar, en gerendur höfðu flúið af vettvangi.

Með piparúða í miðbænum

Fimm ökumenn voru kærðir fyrir akstur undir áfrifum áfengis og/eða annarra vímuefna á höfuðborgarsvæðinu.

Tilkynnt var um menn með piparúða í miðbæ Reykjavíkur. Mönnunum var sleppt eftir viðræður á lögreglustöð.

Þá var tilkynnt um aðila reyna að tæla konur upp í bifreið sína. Atvikið er bókað á lögreglustöð 1 sem sinnir verkefnum á Seltjarn­ar­nesi, í Vest­ur­bæ, miðbæ og aust­ur­bæ.

Rúmlega 100 mál voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert