Nýtt plast verður minna vandamál

Plastið hefur verið til vandræða þar sem það brotnar seint …
Plastið hefur verið til vandræða þar sem það brotnar seint niður í náttúrunni og safnast saman í lífríkinu. Þorri telur líklegt að ný tegund af plasti verði til í framtíðinni með nýrri tækni. Plast sem mun þá brotna niður í náttúrunni. „Alveg örugglega en það þarf að hafa þetta jafnvægi rétt. Því efnið þarf að brotna saman á ákveðnum tíma og við ákveðin skilyrði. Við erum að reyna að búa til efni sem við getum ákveðið hvenær og hvernig þau brotna niður.“ AFP

Þorri Gunnlaugsson, prófessor í efnafræði við Trinity College í Dublin og gestaprófessor í efnafræði við Háskóla Íslands, segir efnafræðina í mikilli þróun. Það muni meðal annars skila sér í betri lyfjum og tækninýjungum. Með nýrri tækni verði hægt að þróa markvissari lyf gegn sjúkdómum. Þar með talið krabbameini. Rétt eins og börn raði saman Legókubbum geti vísindamenn raðað saman efnum, sem muni m.a. skila umhverfisvænna plasti

Þorri var einn skipuleggjenda fjölmennrar ráðstefnu í Hörpu sem lauk á fimmtudaginn. Um 500 vísindamenn komu þar saman en um var að ræða alþjóðlega ráðstefnu um efnafræði stórhringja og millisameinda.

Þorri Gunnlaugsson.
Þorri Gunnlaugsson.

Spurður um hagnýtingu rannsókna sinna nefnir Þorri sem dæmi að hann hafi snemma á ferli sínum unnið að því að útbúa efnaskynjara sem geta mælt magn efna í blóði.

„Ég vann að frumgerðinni en seinni gerðin, sem kom nokkrum árum síðar, er nú notuð í flestum sjúkrabifreiðum, til dæmis á Bretlandseyjum, til þess að skoða blóðsýni. Með því er hægt að sjá hver styrkur þessara jóna er í blóðinu, þar með talið natríns, kalíns og kalsíns eða súrefnis. Þessar jónir hafa mikil áhrif á líðan fólks og það skiptir miklu máli þegar sjúkrabifreiðar koma að slysi að blóðsýni séu tekin strax, þannig að hægt sé að láta spítalann vita um líðan sjúklingsins áður en hann kemur á sjúkrahúsið. Þetta gjörbreytti auðvitað öllu því hægt var að mæla þetta samstundis. Það þurfti ekki að senda sýni á rannsóknarstofu. Þetta var að gerast í upphafi tíunda áratugarins og síðan hafa ferli innan efnafræði breyst mikið; farið frá því að útbúa litlar sameindir yfir í að útbúa miklu stærri sameindir.

Eins og Legókubbar

Þegar þessar sameindir koma saman, eins og Legókubbar, er hægt að búa til stærri form eða millisameindir af þeim. Það er eins og með Legókubba. Þeir líta allir eins út en eru mismunandi á litinn og það er hægt að búa til alls konar hluti úr þeim. Það er eins með efnafræðina. Við getum búið til stærri og flókin efni, til dæmis stórhringi og millisameindir, með stillanlega eiginleika sem geta haft áhrif á líðan fólks. Hægt er að nota nanótækni í alls konar iðnaði, en ekki endilega aðeins innan heilbrigðisgeirans.“

Ítarlegra viðtal er að finna í Morgunblaðinu sem kom út laugardaginn 1. júlí. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert