Blár reykur er undantekning

Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Akureyrarhafnar og reykurinn blái.
Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Akureyrarhafnar og reykurinn blái. Samsett mynd

Bæj­ar­bú­ar á Ak­ur­eyri hafa tekið eft­ir blá­um reyk sem berst úr einu skemmti­ferðaskip­anna sem nú eru í höfn.

Pét­ur Ólafs­son, hafn­ar­stjóri Ak­ur­eyr­ar­hafn­ar, seg­ir í sam­tali við mbl.is slík­an út­blást­ur al­gera und­an­tekn­ingu. Það sem af er sumri hafi nú þegar 70-80 skemmti­ferðaskip komið til hafn­ar og blár út­blást­ur fátíður.

Pét­ur seg­ir al­mennt að vél­ar skipa séu nú betri en áður voru. Hann seg­ir mörg eldri skip hafi verið af­lögð í heims­far­aldr­in­um. Hann bend­ir líka á að í janú­ar 2021 hafi tekið gildi strang­ari reglu­gerð um brenni­steins­inni­hald olíu.

Þörf á betra eft­ir­liti

Heil­brigðis­eft­ir­lit Norður­lands eystra seg­ir við mbl.is að þau hafi ekki rök­studd­an grun um skaðsemi út­blást­urs skemmti­ferðaskipa. Eng­ar mæl­ing­ar hafi leitt slíkt í ljós. Eft­ir­litið vildi þó gjarn­an hafa betri tæki til umráða til að geta gert ná­kvæm­ari mæl­ing­ar um það.

Eng­ar upp­lýs­ing­ar hafi borist frá Ak­ur­eyr­ar­bæ um hvernig eft­ir­liti sé háttað, en heil­brigðis­eft­ir­litið tel­ur að gott væri að vera með fær­an­lega mæla, til þess að geta kom­ist nær upp­tök­um út­blást­urs­ins.

Pét­ur hafn­ar­stjóri seg­ir Ak­ur­eyr­ar­höfn hafa árið 2019 fengið um­hverf­is­verk­fræðing til að greina gögn úr mæli sem er staðsett­ur við menn­ing­ar­húsið Hof. Hafi hann ekki greint skaðleg efni sem íbú­um gæti staðið ógn af. Seg­ir Pét­ur þetta í takt við sam­bæri­leg­ar mæl­ing­ar sem Faxa­flóa­hafn­ir hafa gert og leitt til sömu niður­stöðu.

Orku­skipt­in á fleygi­ferð

Hafn­ar­stjóri seg­ir að orku­skipt­in séu á fleygi­ferð í höfn­um lands­ins. Ak­ur­eyr­ing­ar hafa þegar eytt um 300 millj­ón­um í verk­efnið og eru til­bún­ir að taka við minni skemmti­ferðaskip­um í raf­magn á einni höfn­inni. Pét­ur vænt­ir þess að öðru eins fé verði eytt á næsta ári og verði þá önn­ur höfn með sömu getu, þannig að þær verði orðnar tvær næsta sum­ar ef vel geng­ur.

Pét­ur seg­ir að mikið sé í húfi fyr­ir Ak­ur­eyri, og Norður­land allt, að tryggja far­sæla komu skip­anna. Hann hafi sjálf­ur skoðað hvað eitt slíkt skip get­ur skilað til ferðaþjón­ustu í landi, af hafn­ar­gjöld­um og versl­un og þjón­ustu í bæ.

„Eitt stórt skip og kom­ur þess í sum­ar mun skilja eft­ir sig um einn millj­arð á Norður­landi með kom­um sín­um til Ak­ur­eyr­ar í sum­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert