Eldur kviknaði í einbýlishúsi í Holtsbúð í Garðabæ um tvöleytið í nótt.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu kviknaði eldurinn í geymslu í húsinu og var staðbundinn við það rými. Allir fjórir dælubílar slökkviliðsins voru kallaðir út.
Fjórir einstaklingar voru inn í húsinu er eldurinn kviknaði sem komust út nokkurn veginn af sjálfsdáðum. Enginn var fluttur á slysadeild. Þá bjargaði slökkviliðið einum ketti út úr húsinu.
Að sögn varðstjóra var um timburhús að ræða og því talsverð vinna að tryggja vettvang, þ.e.a.s. komast inn í veggi til að tryggja að ekki væri meiri eldur í húsinu.
Töluverðar skemmdi urðu á húsinu vegna reyks. Orsök eldsins eru óljós.
Slökkvistarfi lauk um fimmleytið í nótt.