Í hvalaskoðunarbransanum í 30 ár

Ljósmynd/Friends of Moby Dick

„Ég var með eigin hvalaskoðun og byrjaði 1994 og var til 2000, seldi þá og fór að vinna hjá öðrum í þessu. Svo er ég búinn að vera að vinna í þessu á Akureyri undanfarin átta ár og búa á Húsavík þannig að mig langaði að koma mér upp mínu eigin fyrirtæki hérna á Húsavík,“ segir Arnar Sigurðsson, eigandi hvalaskoðunarfyrirtækisins Friends of Moby Dick, en það tók til starfa um helgina.

Ljósmynd/Friends of Moby Dick

Keypti bátinn í vor

Fyrirtækið er fjölskyldurekið og því er boðið upp á fjölskylduvænar ferðir sem allir geta notið.

„Þetta er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki og það er enginn „massatúrismi“ í þessu hjá okkur,“ segir Arnar. Keypti hann nýverið bátinn sem ferðirnar eru farnar á en ber hann heitið Moby Dick.

„Ég skýrði hann Moby Dick eins og aðalbátinn minn sem ég átti hérna áður fyrr og þetta er bátur sem samvinnufélag útgerðarmanna átti á Neskaupstað. Ég keypti hann af þeim núna í vor og við vorum að koma úr túr núna og sáum höfrunga, hnúfubak og blending af steypireyð og langreyð,“ segir Arnar.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert