Myndband: Rostungur mættur aftur á Sauð­ár­krók

Rostungurinn liggur í grjótgarðinum.
Rostungurinn liggur í grjótgarðinum. Ljósmynd/Anna Baldvina Vagnsdóttir

Enn á ný er rostungur mættur á Sauðárkrók. Ekki liggur fyrir hvort að um sama rostung er að ræða og heimsótti bæinn fyrir nokkrum dögum en íbúi segir rostunginn vera að svipaðri stærð og sá fyrri.

Rostungurinn liggur í grjótgarði við smábátahöfnina og er lögreglan þegar búin að girða grjótgarðinn af vegna gestsins.

Anna Baldvina Vagnsdóttir, íbúi á Sauðárkróki, segir margt fólk vera komið niður að grjótgarðinum til þess að berja dýrið augum enn á ný. Hún segir hann liggja heldur fjær en áður.

Spurningin er hvort rostungnum líki svona ofboðslega vel við Sauðárkrók og fólkið þar, hver veit?

Rostungnum líkar greinilega svona vel við Sauðkrækinga! Myndin er samsett.
Rostungnum líkar greinilega svona vel við Sauðkrækinga! Myndin er samsett. Ljósmynd/Anna Baldvina Vagnsdóttir, Margrét Grétarsdóttir
Rostungurinn kom sér vel fyrir í sinni fyrri heimsókn.
Rostungurinn kom sér vel fyrir í sinni fyrri heimsókn. Ljósmynd/Helgi Vagnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka