Ellen Geirsdóttir Håkansson
Enn á ný er rostungur mættur á Sauðárkrók. Ekki liggur fyrir hvort að um sama rostung er að ræða og heimsótti bæinn fyrir nokkrum dögum en íbúi segir rostunginn vera að svipaðri stærð og sá fyrri.
Rostungurinn liggur í grjótgarði við smábátahöfnina og er lögreglan þegar búin að girða grjótgarðinn af vegna gestsins.
Anna Baldvina Vagnsdóttir, íbúi á Sauðárkróki, segir margt fólk vera komið niður að grjótgarðinum til þess að berja dýrið augum enn á ný. Hún segir hann liggja heldur fjær en áður.
Spurningin er hvort rostungnum líki svona ofboðslega vel við Sauðárkrók og fólkið þar, hver veit?