Sendiherra Rússlands farinn af landi brott

Noskov ræddi við blaðamann mbl.is skömmu eftir innrás Rússa í …
Noskov ræddi við blaðamann mbl.is skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mik­haíl V. Noskov, sendi­herra Rúss­lands á Íslandi, er far­inn af landi brott. Þetta staðfest­ir Ívan Glinkín, talsmaður sendi­ráðsins, í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir sendi­herr­ann hafa farið föstu­dag­inn 30. júní. Hafi hann þannig farið eft­ir til­mæl­um ís­lenskra yf­ir­valda um að snúa aft­ur til Rúss­lands fyr­ir 1. júlí.

Sendi­herr­ann hafði greint frá þess­um til­mæl­um ís­lenskra stjórn­valda í grein í Morg­un­blaðinu, sem birt­ist brott­far­ar­dag­inn 30. júní.  

Talsmaður­inn seg­ir að sendi­herr­ann hafi komið and­mæl­um sín­um á fram­færi við ut­an­rík­is­ráðuneytið fyr­ir brott­för.

Mikhaíl V. Noskov, sendiherra Rússlands, afhenti forseta Íslands embættisbréf í …
Mik­haíl V. Noskov, sendi­herra Rúss­lands, af­henti for­seta Íslands embætt­is­bréf í lok árs 2020.

Geta ekki staðfest brott­för­ina

Áslaug Kar­en Jó­hanns­dótt­ir, staðgeng­ill upp­lýs­inga­full­trúa ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, seg­ir aðspurð að ráðuneytið gefi ekki upp upp­lýs­ing­ar um ferðir er­lendra sendi­full­trúa til og frá land­inu.

Hún geti því ekki staðfest brott­för sendi­herr­ans. Eins geti ráðuneytið ekki látið fjöl­miðla fá upp­lýs­ing­ar um þau sam­skipti sem farið hafi á milli ráðuneyt­is­ins og sendi­ráðsins.

Hún staðfest­ir þó að ut­an­rík­is­ráðuneytið hafi kallað ís­lenska sendi­herr­ann heim 1. júlí „til skrafs og ráðagerða“. Ut­an­rík­is­ráðuneytið hafi gert ráð fyr­ir að rúss­neski sendi­herr­ann yrði kallaður heim á sama tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka