Gæsluvarðhaldið framlengt um fjórar vikur

Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðum lögreglunnar.
Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðum lögreglunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Héraðsdómur féllst í dag á að framlengja gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem voru gripnir með mikið magn fíkniefna um borð í skútu sem dregin var í land í Sandgerðishöfn 24. júní.

Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar.

Mennirnir þrír eru grunaðir um að hafa ætlað að flytja fíkniefnin sem fundust um borð í skútunni til landsins.

Voru þeir handteknir í aðgerðum lögreglunnar, tveir um borð í skútunni og sá þriðji á landi, og átti gæsluvarðhaldið að renna út í dag, 4. júlí.

Héraðsdómur féllst þó á að framlengja gæsluvarðhaldið um fjórar vikur eða til þriðjudagsins 1. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert