Smáskjálftahrina í Fagradalsfjalli

Smáskjálftahrina hófst í Fagradalsfjalli um klukkan fjögur í dag. Eru …
Smáskjálftahrina hófst í Fagradalsfjalli um klukkan fjögur í dag. Eru skjálftarnir flestir undir 2 að stærð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Smáskjálftahrina hófst um klukkan fjögur í dag í Fagradalsfjalli og hafa þegar mælst yfir 200 skjálftar, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Eru skjálftarnir flestallir undir 2 að stærð.

Greint var frá því á mbl.is í gær að landris væri hafið á Reykjanesskaga.

Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni fylgist með ástandinu. „Þetta eru allt smáskjálftar sem fólk ætti ekki að finna mikið fyrir. Þeir eru ekki stórir en það er fjöldinn sem skiptir máli.“


Uppfært klukkan 23:21

Sam­kvæmt óyf­ir­förn­um frumniður­stöðum frá Veður­stofu Íslands varð jarðskjálfti 3,6 að stærð 1,8 km austnorðaustur af Fagradalsfjalli klukkan 22:45. 

Er það stærsti skjálfti sem mælst hefur á landi á Reykjanesskaga það sem af er árinu. 

Sá stærsti sem mælst hafði á landi á Reykjanesskaga á árinu hingað til var 3,2 að stærð og reið yfir undir Kleifarvatni að morgni dags 28. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka