Tesla setur sölumet á Íslandi

Fyrra metið var sett 1988 þegar rúmlega 1.200 Toyota Corolla …
Fyrra metið var sett 1988 þegar rúmlega 1.200 Toyota Corolla bifreiðar voru skráðar. AFP/Brandon Bell

Rúm­lega 1.300 ein­tök af Tesla Model Y höfðu verið skráð á Íslandi í ár síðastliðinn miðviku­dag. Það er mesti fjöldi af einni bíla­teg­und á einu ári frá upp­hafi.

Nán­ar til­tekið höfðu þá verið skráðar 1.316 Model Y-raf­bif­reiðar á ár­inu en fyrra metið var sett 1988 þegar rúm­lega 1.200 Toyota Corolla bif­reiðar voru skráðar. Toyota Yar­is er skammt und­an í þriðja sæt­inu en um 1.200 ein­tök voru skráð af þeirri teg­und árið 2006.

Miðast við ný­skrán­ing­ar

Full­trúi Sam­göngu­stofu sagði í svari við fyr­ir­spurn blaðsins að Sam­göngu­stofa hefði í raun ekki neitt sem héti „sölu­töl­ur“ í sín­um gagna­grunn­um.

Um væri að ræða töl­ur yfir ný­skrán­ing­ar bif­reiða á hverju ári eft­ir teg­und og und­ir­teg­und en ætla mætti að flest­ar þess­ara bif­reiða séu svo seld­ar af inn­flytj­anda.

Einnig var bent á að dæmi séu um að ein­stak­ling­ar flytji inn bif­reiðar til eig­in nota.

Meira má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, þriðju­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert