4,3 stiga skjálfti við Fagradalsfjall

Skjálftinn í Fagradalsfjalli fannst á höfuðborgarsvæðinu.
Skjálftinn í Fagradalsfjalli fannst á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu klukkan 7.31 í morgun. Hann fannst meðal annars vel í Hádegismóum í Reykjavík, þar sem mbl.is og Morgunblaðið er til húsa, og á Seltjarnarnesi.

Að minnsta kosti fimm skjálftar stærri en 3 hafa mælst á Reykjanesi frá því klukkan 6 í morgun.

Fyrstu mælingar gefa til kynna að skjálftinn hafi verið 4,3 að stærð og átt upptök sín við Fagradalsfjall, að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurstofan hefur ekki undan að fara yfir jarðskjálfta sem mælast á Reykjanesinu síðastliðinn sólahring og er því um bráðabirgðaniðurstöður að ræða.

Uppfært klukkan 7.48:

Annar skjálfti svipaður af stærð fannst rétt í þessu á höfuðborgarsvæðinu.

Uppfært klukkan 8.23:

Enn skelfur jörð en skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu klukkan 8.22.

Fréttin verður uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert