Á þriðja þúsund skjálfta mælst

Keilir á Reykjanesskaga.
Keilir á Reykjanesskaga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 2.200 skjálftar hafa mælst frá því jarðskjálftahrina hófst í Fagradalsfjalli í gær.

Stærstu skjálftarnir hafa fundist um allt suðvesturhorn landsins.

Búast má við að skjálftavirknin haldi áfram í dag, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Sjö skjálftar yfir fjórum að stærð hafa mælst. Sá stærsti var 4,8 að stærð og reið hann yfir kl. 8.21 í morgun.

Á milli fjalla

Skjálftarnir raðast milli Fagradalsfjalls og Keilis eins og sjá má á meðfylgjandi korti.

Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að aðgát skuli höfð við brattar hlíðar þar sem grjóthrun geti orðið í kjölfar öflugra skjálfta.

Íbúar í grennd við svæðið eru enn fremur hvattir til að huga að lausa- og innanstokksmunum.  

Fagradalsfjall og Keilir eru sín hvorum megin við skjálftaþyrpinguna.
Fagradalsfjall og Keilir eru sín hvorum megin við skjálftaþyrpinguna. Kort/map.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert