Gliðnun minnkar til muna

Mjög lítil flekagliðnun hefur mælst á Þingvöllum síðastliðið ár.
Mjög lítil flekagliðnun hefur mælst á Þingvöllum síðastliðið ár. Ljósmynd/Unsplash/Ruslan Valeev

Mjög lítil flekagliðnun hefur mælst á Þingvöllum síðastliðið ár. Segir Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur í samtali við Morgunblaðið að hún sé aðeins í kringum 11% af því sem þekkist venjulega.

Halldór segir flekagliðnunina á síðasta ári vera töluvert minni en áður hefur mælst.

„Hreyfingin yfir Þingvallalægðina mældist innan við tveir millimetrar á síðasta ári en heildargliðnunin er venjulega um 18 millimetrar á ári,“ segir Halldór en bætir við: „Meirihluti hreyfingarinnar er á svokallaða austurgosbeltinu, við Veiðivötn og á austurhálendinu.“

Mælingar nái stutt aftur í tímann

„Eitt af því stýrir því hvar mestu hreyfingarnar eru er svokallaður möttulstrókur sem er undir Íslandi. Hann er staðsettur undir norðvestanverðum Vatnajökli. Það væri því í raun meira furðulegt ef mesta hreyfingin væri í vesturgosbeltinu,“ segir hann.

Halldór tekur það þó fram að mælingar nái stutt aftur í tímann en þær byrjuðu á seinni hluta síðustu aldar.

„Þetta er eitthvað sem hefur þróast yfir milljónir ára. Við vitum ekki hvort að þetta séu tímaháðar breytingar eða slíkt. Þetta er bara eitthvað sem tíminn mun leiða í ljós.“

Halldór kynnir þetta og fleira í fræðslugöngu næsta fimmtudagskvöld á Þingvöllum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert