Hvergi í heiminum er að finna friðsælla land en Ísland, samkvæmt friðarvísitölu Institute for Economics and Peace (IEP), Global Peace Index, sem gefin er út árlega. Er Ísland efst á listanum fimmtánda árið í röð. Heimurinn í heild sinni er þó aðeins minna öruggur en hann var í fyrra sem rekja má til afleiðinga kórónuveirufaraldursins.
Líkt og áður sagði trónir Ísland á toppi friðsældarlistans og sitja Danmörk og Írland í næstu sætum þar á eftir. Hefur Ísland verið á toppnum frá því að hann var fyrst birtur árið 2008.
Þrátt fyrir að vera friðsælasta land í heimi er Ísland þó ekki það hamingjusamasta. Mældist Ísland þriðja hamingjusamasta land í heiminum á eftir Finnlandi og Danmörku.
Mælikvarðinn, sem notaður er til að reikna friðarvísitöluna, byggir á þremur grunndvallaratriðum:
Skoraði Ísland hæst í flokkum um hervæðingu og átök, en var í þriðja sæti í flokki um félagslega velferð og öryggi. Þar skoruðu Finnland og Japan betur en Ísland var hæst í flokknum í fyrra. Íslendingar féllu því niður um tvö sæti á milli ára.
Bandaríkinn skoruðu nokkuð lágt og voru þau í 131 sæti á listanum. Evrópuríki áttu hins vegar sjö af tíu efstu sætunum. Afganistan, Yemen og Sýrland voru neðst á listanum.