Krefst upplýsinga um samninginn

Bjarkey segir beiðnina koma í krafti þess að ríkið sé …
Bjarkey segir beiðnina koma í krafti þess að ríkið sé hluthafi í Íslandsbanka. Samsett mynd

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, hefur sent formlega beiðni til stjórnar Íslandsbanka þess efnis að fjárlaganefnd fái upplýsingar um innihald starfslokasamnings bankans við Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka.

Þetta staðfestir Bjarkey í samtali við Morgunblaðið. Hún segir beiðnina koma í krafti þess að ríkið sé hluthafi í Íslandsbanka.

„Hluthafar geta óskað eftir því að fá gögn afhent en ég legg þó áherslu á það að samningurinn verði opinberaður strax.“

Hún segir það svo verða að koma í ljós hverju stjórnin svarar.

Meira í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert