Óvíst hvenær spennuhlaðnar sprungur losna

Náttúruvásérfræðingur segir erfitt að segja til um hvenær losna muni …
Náttúruvásérfræðingur segir erfitt að segja til um hvenær losna muni um spennuhlaðnar sprungur á aðaljarðskjálftasvæðinu. Ingólfur Guðmundsson

Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir sérfræðinga Veðurstofunnar fylgjast vel með svæðinu sem liggur austanmegin við aðaljarðskjálftasvæðið. Þar sé að finna sprungur hlaðnar spennu sem muni einhvern tímann koma til með að losna. 

„Á þessu svæði hefur verið upplyfting í gangi sem veldur aflögun,“ segir Magnús, spurður hver staða mála sé í augnablikinu. „Þetta hófst í apríl, en þá var kvikusöfnunin á miklu dýpi. Nú hefur eitthvað brostið og kvikan er að leita fram, en þegar hún þrýstir sér inn í skorpuna verður spennugengi sem gæti valdið sprungum á svæðinu. Við erum aðallega að horfa á svæðið austanmegin við aðaljarðskjálftasvæðið vegna þess að þar eru sprungur hlaðnar spennu sem mun einhvern tímann losna,“ bætir Magnús við.  

Snarpur jarðskjálfti á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti varð fyrir stuttu síðan á suðvesturhorni landsins og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. 

Magnús segir að ekki sé hægt að segja til um hvort íbúar höfuðborgarsvæðisins geti átt von á fleiri jarðskjálftum af sömu stærðargráðu á næstunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert