Stærsti skjálftinn 4,8 að stærð

Um 1600 skjálftar hafa mælst frá því gær á Reykjanesi.
Um 1600 skjálftar hafa mælst frá því gær á Reykjanesi. Skjáskot/Veðurstofan

Fjórir jarðskjálftar stærri en fjórir hafa mælst á Reykjanesi frá því klukkan 7.31 í morgun. Sá stærsti var klukkan 8.22 og var 4,8 að stærð.

Skjálftarnir fundust vel á Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og í Borgarfirði.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að búast megi við áframhaldandi jarðskjálftavirkni næstu daga og er fólki ráðlagt frá því að ferðast um á svæðinu þar sem auknar líkur eru á grjóthruni.

90 af 1600 skjálftum

Um 1600 jarðskjálftar hafa mælst síðan í gær í nágrenni Fagradalsfjalls. Flestir þeirra raðast frá Gamla gíg og norðaustur af Keili.

Þetta segir Bjarki Kaldalóns Fri­is, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Hann segir mikla vinnu að fara yfir skjálftanna en aðeins sé búið að staðfesta stærð 90 jarðskjálfta af þeim 1600 sem fundist hafa síðan í gær.

Vísindamenn Veðurstofunnar og Háskóla Íslands munu funda með Almannavörnum klukkan 9 og fara yfir frekari gögn.

Uppfært klukkan 8.57:

Skjálftinn klukkan 8.22 er nú talinn hafa verið 4,8 stig en ekki 4,6 eins og áður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert