Vantraust innan ríkisstjórnar

Ríkisstjórnin á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.
Ríkisstjórnin á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavarsdóttir hefur gert atlögu að ríkisstjórnarsamstarfinu sem fyrir vikið stendur veikt eftir, segir Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Hann vísar þar til ákvörðunar hennar um að fresta hvalveiðum, en tekur fram að málið snúist í raun ekki um hvalveiðar, heldur ólögmæta stjórnsýslu ráðherrans og ögrun hennar við samstarfsflokka í ríkisstjórn.

„Ráðherrann hefur kastað blautri tusku í andlit allra þingmanna samstarfsflokka ríkisstjórnarinnar,“ segir Óli Björn um það.

„Það er pólitískur barnaskapur að halda að slíkt hafi ekki áhrif á samstarfið innan ríkisstjórnarinnar. Eitt er að minnsta kosti víst: Traust milli matvælaráðherra og stjórnarþingmanna er lítið og það mun hafa áhrif á samstarf þeirra á komandi mánuðum.“

Þungi í orðum Óla Björns

Mikill þungi er í orðum Óla Björns, sem ber sem þingflokksformaður ábyrgð á því að halda stjórnarliðinu í sínum flokki saman.

Óhugsandi má telja að hann lýsi þessum sjónarmiðum með opinberum hætti án þess að hafa ráðfært sig við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins.

Þingmenn flokksins sem blaðið ræddi við í gærkvöld, telja stöðuna afar þrönga, Svandís hefði í fljótræði grafið dýpri holu en hún kæmist hjálparlaust upp úr og ekki væri von á rólegu sumarleyfi.

Grein Óla Björns má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert