„Ekki besti staðurinn fyrir göngutúr“

Ferðamenn streymdu að gömlu gosstöðvunum í gær. Hjördís segir svæðið …
Ferðamenn streymdu að gömlu gosstöðvunum í gær. Hjördís segir svæðið líklega ekki það besta til útivistar í dag. mbl.is/Kristófer Liljar

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir við mbl.is mikinn undirbúning eiga sér stað þessa stundina meðan beðið er eftir eldgosi. Hún segir undirbúning ekki síst felast í upplýsingagjöf á milli hagaðila.

Hún segir almannavarnir og aðra hafa áhyggjur af því að fólk sé á ferðinni á mögulegum gossvæðum. Þannig hafi það verið þegar gos hófst í Meradölum á síðasta ári að fólk var mjög nærri þegar gos hófst.

„Við skiljum vel að þetta sé spennandi, en þetta er líklega ekki besti staðurinn fyrir göngutúr.“

Almannavarnir munu hittast næst á morgun, nema annað komi í …
Almannavarnir munu hittast næst á morgun, nema annað komi í ljós. Kort/map.is

Stórmál að stjórna aðgengi

Hún segir ákveðna rútínu vera komna í framkvæmdina í ljósi nýlegrar reynslu. Landsbjörg sé nú að skoða ólíkar sviðsmyndir til að geta brugðist við. Meðal annars sé verið að skoða hvaða vegir eru staðnum og hvernig aðgengismál líta út. „Við munum það frá síðustu tveimur gosum að það var stórmál að halda utan um hópinn.“

Almannavarnir hafa ekki boðað til fundar í dag en gera það á morgun. Nú sé helst verið að bíða og undirbúa. Meira álag sé á Veðurstofunni og öðrum þessa stundina. Hjördís segir almannavarnir tilbúnar til að hittast með stuttum fyrirvara, í því sé líka komin góð þjálfun.

„Það er eitt að starfa við það sem við gerum og svo hitt að búa á staðnum og upplifa allt aftur, skjálftana og kvíðann sem þeim fylgir,“ segir Hjördís að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert