Tvær sviðsmyndir líklegastar

Skjálftarnir hafa flestir orðið rétt norðan við Litla-Hrút.
Skjálftarnir hafa flestir orðið rétt norðan við Litla-Hrút. Kort/mbl.is

Miðað við mat sér­fræðinga á Veður­stofu Íslands á skjálfta­virkni á Reykja­nesskaga eru tvær sviðsmynd­ir lík­leg­ast­ar.

Ann­ars veg­ar gæti jarðskjálfta­virkn­in minnkað jafnt og þétt án þess að kvika ber­ist upp á yf­ir­borðið. Hins veg­ar gæti kvik­an haldið áfram í átt að yf­ir­borðinu sem myndi leiða til eld­goss þar sem skjálfta­hrin­an er nú. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Veður­stof­unn­ar

Ekki er hægt að úti­loka að kvika ber­ist upp á yf­ir­borðið hvar sem er á svæðinu milli Fagra­dals­fjalls og Keil­is. 

Af þessu tvennu virðist lík­legra að eld­gos verði inn­an daga eða vikna. 

1.300 skjálft­ar frá miðnætti

Alls hafa 4.700 skjálft­ar mælst frá upp­hafi hrin­unn­ar sem hófst 4. júlí. Þar af hafa 1.300 skjálft­ar orðið frá miðnætti í dag 6. júlí. 

Frá miðnætti hafa sex skjálft­ar mælst yfir 3,5 að stærð og hafa þeir kröft­ug­ustu fund­ist vel á suðvest­ur­horn­inu. Á heild­ina litið hef­ur ákefð hrin­unn­ar minnkað lít­il­lega, bæði hvað fjölda og stærð varðar.

Horft í átt að Keili og Litla-Hrút af Núpshlíðarhálsi.
Horft í átt að Keili og Litla-Hrút af Núps­hlíðar­hálsi. mbl.is/​Skúli Hall­dórs­son

Norðan við Litla-Hrút

Staðsetn­ing jarðskjálft­anna dreif­ist á norðaust­ur-suðvest­ur­línu milli Fagra­dals­fjalls og Keil­is, að mestu rétt norðan við fjallið Litla-Hrút. Nýj­ustu jarðskorpu­mæl­ing­ar sýna veru­leg­ar hreyf­ing­ar sem benda til kviku­hreyf­inga á svæðinu þar sem jarðskjálft­arn­ir mæl­ast.

Lík­leg skýr­ing er kvikuinn­skot í norðaust­ur-suðvesturátt á 2 til 4 km dýpi. Inn­skotið er nógu ná­lægt yf­ir­borði til að eld­gos geti orðið án frek­ari stig­mögn­un­ar í skjálfta­virkni eða af­lög­un­ar­mæl­ing­um.

Geta valdið grjót­hruni

Meðan á jarðskjálfta­hrin­unni stend­ur er mesta hætt­an vegna jarðskjálfta­virkni og þeim yf­ir­borðshreyf­ing­um sem stærri skjálft­ar í hrin­unni valda fjarri meg­in­virkn­inni, ásamt gikk­skjálft­um á öðrum sprung­um á Reykja­nesskaga.

Stærstu skjálft­arn­ir geta valdið staðbundnu grjót­hruni og því er fólki ráðlagt að ganga ekki ná­lægt kletta­björg­um eða brött­um hlíðum á svæðinu í kring­um Keili, Fagra­dals­fjall og Kleif­ar­vatn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert