Yfirvofandi skortur á „megrunarlyfi“

Ljósmynd af sykursýkislyfinu Ozempic.
Ljósmynd af sykursýkislyfinu Ozempic. AFP/Joel Saget

Skortur er yfirvofandi á sykursýkislyfinu Ozempic. Aukin spurn eftir lyfinu hefur valdið því að litlar birgðir eru til bæði á Íslandi og fleiri löndum Evrópu. Lyfjaskortsteymi Lyfjastofnunar fylgir málinu eftir en birgðastýring er á ábyrgð markaðsleyfishafa lyfsins og umboðsmanns hans. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lyfjastofnun en gert er ráð fyrir því að skorturinn vari út árið 2023 á Íslandi. 

Þó framleiðsla hafi verið aukin er ekki víst hvenær framboð af lyfinu nægir til að anna fyllilega eftirspurn. 

Á Íslandi er lyfið samþykkt til notkunar hjá fullorðnum með ófullnægjandi stjórn á sykursýki af tegund 2, sem viðbót við mataræði og hreyfingu.

Ozempic er einnig á meðal þeirra lyfja sem notuð hafa verið til að vinna gegn offitu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka