Farnir aftur til Úkraínu

Börkur til vinstri og Valur til hægri.
Börkur til vinstri og Valur til hægri. Ljósmynd/Kvikmyndaskóli Íslands

Börkur Gunnarsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, er farinn aftur til Úkraínu til að klára heimildarmynd sem hann vinnur að. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kvikmyndaskóla Íslands

Heimildarmyndin á að snúa að þeim menningarbreytingum sem eru að eiga sér stað í landinu þessa stundina í kjölfar innrásar Rússlands í landið.

Mánuður í Úkraínu

Börkur verður að minnsta kosti í mánuð í Úkraínu og í fjarveru hans mun Hlín Jóhannesdóttir, framleiðandi og starfsmannastjóri KVÍ, sinna störfum rektors.

Börkur var í sex vikur í Úkraínu fyrir ári síðan ásamt Val Gunnarssyni sem fór aftur út með honum núna. Í þeirri ferð fluttu þeir fréttir fyrir Ríkisútvarpið ásamt því að Börkur lagði grunninn að heimildarmyndinni sem hann ætlar nú að klára.

Börkur byrjaði ferðina á því að sýna fyrstu bíómynd sína, tékknesku myndina "Silný kafe", fyrir fullum sal á kvikmyndahátíð í Kosice í Slóvakíu áður en hann fór yfir landamærin til Úkraínu að taka upp fyrir heimildarmyndina,“ segir í tilkynningu Kvikmyndaskólans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert