Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga en rólegt var þar í nótt að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu. Rúmlega 750 skjálftar mældust frá miðnætti, minni skjálftar en áður, sá stærsti 3,3 að stærð.
Kvika mælist enn á eins kílómetra dýpi á svæðinu á milli Fagradalsfjall og Keili.
Þá reið skjálfti yfir suðvesturhorn landsins um klukkan korter yfir ellefu í gærkvöld, sem hefur verið metinn 4,0 að stærð. Talið er að hann hafi átt upptök sín 1,9 km austsuðaustur af Keili, á 0,1 km dýpi.