Minningarathöfn í Egilsstaðakirkju á morgun

Þrír létust er flugvél brotlenti á hálendinu í gær.
Þrír létust er flugvél brotlenti á hálendinu í gær. mbl.is

Minningarathöfn verður í Egilsstaðakirkju á morgun til að minnast þeirra sem létust í flugslysi á Austurlandi í gær.

Athöfnin verður klukkan sex annað kvöld.

„Það ríkir harmur hér í samfélaginu og við hugsum til aðstandenda þessa fólks,“ segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, í samtali við mbl.is.

Þrír létust er flugvél fórst á hálendinu austanverðu í gær, flugmaður og tveir farþegar.

Umfangsmikil leit hófst að flugvélinni eftir að boð barst úr neyðarsendi í vélinni og fannst hún klukkan 19.01 í gærkvöldi við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka