Hraunflæði mælist mun meira í eldgosinu, sem hófst við Litla-Hrút síðdegis í dag, en í fyrri gosum á svæðinu. Talið er að sprungan sé nú orðin um 900 metra löng.
Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.
Gasmengun er mikil í grennd við gosstöðvarnar og getur verið hættuleg.
Gasmengun er líkleg víða á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu. Er fólki bent á að fara ekki inn á svæðið fyrr en viðbragðsaðilar hafa haft tækifæri til að meta aðstæður.
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögregluna á Suðurlandi, virkjaði hættustig almannavarna vegna gossins.