Skýrslan dregur upp dökka mynd

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Óttar

„Í skýrslunni er dregin upp dökk mynd af stöðu kvenfanga í íslenskum fangelsum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, innt eftir viðbrögðum við skýrslu umboðsmanns Alþingis um konur í fangelsum sem birtist á dögunum. Hún segir í samtali við Morgunblaðið að stefna þurfi að sérstöku opnu vistunarúrræði fyrir konur.

Staða kvenfanga er á ýmsan hátt lakari en staða karlfanga að mati Guðrúnar. Nefnir hún sérstaklega félagslega stöðu kvenfanga og skort á vímuefnaúrræðum fyrir þær.

„Stór hluti kvenfanga glímir til dæmis við alvarlegan vímuefnavanda en þær fá hvað minnsta aðstoð innan refsivörslukerfisins við að ná tökum á vanda sínum,“ segir hún og bætir við.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka