Efla þarf eftirlitið á vissum sviðum

ESA ber ábyrgð á eftirliti með því hvernig Ísland og …
ESA ber ábyrgð á eftirliti með því hvernig Ísland og Noregur innleiða EES-reglur um matvælaöryggi, fóðuröryggi og heilbrigði og velferð dýra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Efla þarf eft­ir­lit með mat­væl­um og dýra­vel­ferð á Íslandi á viss­um sviðum þar sem enn er rými til að gera bet­ur.

Þetta kem­ur fram í árs­skýrslu ESA, eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA, um fram­kvæmd op­in­bers eft­ir­lits með mat­væl­um og dýra­vel­ferð á Íslandi og Nor­egi árið 2022.

ESA ber ábyrgð á eft­ir­liti með því hvernig Ísland og Nor­eg­ur inn­leiða EES-regl­ur um mat­væla­ör­yggi, fóðurör­yggi og heil­brigði og vel­ferð dýra. 

Í maí á síðasta ári sendi ESA Íslandi form­legt áminn­ing­ar­bréf vegna rangr­ar inn­leiðing­ar á regl­um EES um holl­ustu­hætti mat­væla og ófull­nægj­andi eft­ir­lits með fram­leiðslu á fiski­lýsi.

Í októ­ber árið 2021 vísaði ESA máli til EFTA-dóm­stóls­ins þar sem Ísland hafði ekki tryggt að til staðar væri full­nægj­andi kerfi eða ráðstaf­an­ir til að tryggja að auka­af­urðum dýra væri fargað á viðun­andi hátt. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert