Fólk hvatt til að loka gluggum

Eldgosið er talið hafa hafist klukkan 16.40 þann 10. júlí …
Eldgosið er talið hafa hafist klukkan 16.40 þann 10. júlí við Litla-Hrút. mbl.is/Kristinn Magnússon

Búast má við töluverðri gasmengun í nótt frá eldgosinu við Litla-Hrút.

Íbúar Reykjanesskaga eru hvattir til þess að sofa með lokaða glugga og með slökkt á loftræstingu, að því er skilja má á orðsendingu almannavarna til fjölmiðla.

Á vef Umhverfisstofnunar, loftgaedi.is, má fylgjast með mælingum á brennisteinsdíoxíði í lofti í þéttbýli í grennd við eldgosið.

Sjá: Ráðleggingar almannavarna vegna gasmengunar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert