„Það bar vel í veiði hvað gervitunglamyndir varðar í dag,“ segir í tilkynningu frá Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá, við Háskóla Íslands. Sjá má MODIS mynd frá NASA sem spannar hluta af Austur-Grænlandi, hafísinn á Grænlandi og vesturhluta landsins. Syðst á myndinni sést mökkurinn frá gosinu við Litla-Hrút taka smá snúning til suðvesturs. Segir í tilkynningunni að um einstaklega fallegan sumardag hafi verið að ræða.
Þar að auki var birt SENTINEL mynd frá Copernicus EU, en í tilkynningunni kemur fram að hún sé í hærri upplausn og sýni því nýju gosstöðvarnar við Litla-Hrút þar sem gossmökkurinn er blandaður reyk vegna sinubruna, og hraunsins úr gosunum í Meradölum árið 2021 og Geldingadal árið 2022.