Í dag er spáð hægri norðlægri átt en 8-13 m/s með austurströndinni og bætir heldur í vind með deginum, norðan 5-10 m/s verða seinnipartinn.
Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að bjart verði með köflum og að það létti til sunnan- og vestanlands með morgninum, en lengst af verði skýjað og dálítil væta af og til á Austurlandi.
Áfram verður nokkuð hlýtt suðvestan til á landinu að deginum og hitinn nær líklega upp í 20 stig þar sem best lætur, en svalara verður um norðaustanvert landið með hita 5 til 10 stig.
Svipað veður verður á morgun en bætir þó heldur í norðanáttina, einkum suðvestan til og þykknar víðar upp.
„Þegar leggst í rakta norðlæga átt seinnipartinn í dag og á morgun suðvestan til á landinu má reikna með að gasið frá gosstöðvunum fari beint til suðurs og líkur á mengun í þéttbýli minnkar.“