Þarft að fara í átak gegn ofbeldismenningu

„Það hefur verið mikil umræða um vopnaburð og sérstaklega vopnaburð ungs fólks. Þar getur verið hætta á ferð því þarna getur einhver bolti farið að rúlla. Því fleiri ungmenni sem eru með vopn á sér, það ýtir undir að enn fleiri fara að bera vopn af því þau upplifa að þau þurfa að verja sig,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur og dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri.

Margrét segir að hrinda þurfi samstilltu átaki af stað til þess að koma í veg fyrir slíka þróun hér á Íslandi. 

„Það þarf að fara aftur í einhverskonar átak myndi ég segja, þar sem er unnið að því að ungt fólk hefur góðar og jákvæðar fyrirmyndir. Þar sem það er alveg skýrt að það er ekki fínt og það er ekki kúl að beita ofbeldi til að ná þínu fram. Öllum ætti að vera það ljóst að þú þarft ekki að hefna þín ef einhver gerir eitthvað á þinn hlut,“ segir Margrét. 

Mar­grét og Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu eru gest­ir í Dag­mál­um í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert