Verulega „dregið úr afli og framleiðni gossins“

Eldgosið hófst við Litla-Hrút síðdegis í gær.
Eldgosið hófst við Litla-Hrút síðdegis í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Verulega hefur dregið úr afli og framleiðni gossins við Litla-Hrút,“ segir í Facebook-færslu rann­sókn­ar­stofu HÍ í eld­fjalla­fræði og nátt­úru­vá. 

Svo virðist sem suðurálma hraunsins hafi stöðvast og samfara því hefur rennslið dreift úr sér og teygt sig meira í austurátt. Framleiðnin virðist þó vera svipuð því sem mældist í fyrri gosum. 

Þá segir að ef gert er ráð fyrir svipaðri samsetningu kvikunnar og í fyrri gosum þá myndi framleiðni upp á ~40 m3/s leysa af sér um 16.000 tonn af SO2 út í andrúmsloftið á dag.

Svo virðist vera að gosið hafi haldið þessari framleiðni fyrstu fimm klukkustundirnar sem þýðir að á þeim tíma setti gosið af sér rétt yfir 3.000 tonn af SO2, sem samsvarar ~600 tonnum/klst., og skýrir mengunina sem var í grennd við eldstöðvarnar í upphafi goss.

En þar sem dregið hefur verulega úr kvikuframleiðinni þá hefur að sama skapi dregið úr brennisteinsmengunin og hún er líklega komin niður í ~4000 tonn/dag eða um 150 tonn/klst.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka